top of page
Mýrastigi

Lupinus x regalis 'Russel Hybrids'

Skrautlúpína

Ertublómaætt

Fabaceae

Hæð

hávaxin, um 80 - 90 cm

Blómlitur

blandaðir litir

Blómgun

júlí - ágúst

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

lífefnaríkur, vel framræstur

pH

súrt - hlutlaust

Harðgerði

oft skammlíf

Heimkynni

garðaafbrigði

Ættkvíslin Lupinus, úlfabaunir, tilheyrir ertublómaætt, Fabaceae. Þetta er stór ættkvísl um 300 tegunda með heimkynni í N- og S-Ameríku. Smærri útbreiðslusvæði er einnig að finna í kringum Miðjarðarhafið. Þær eru niturbindandi og geta því margar vaxið í þurrum, rýrum jarðvegi.

Fjölgun:


Skipting að vori.


Sáning - sáð síðvetrar eða að vori

Fræ rispað og lagt í bleyti í sólarhring áður en því er sáð. Fræ síðan rétt hulið og haft við stofuhita fram að spírun.

Þarf sólríkan stað og vel framræstan jarðveg. Getur orðið skammlíf.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page