Papaver cambricum
Gulsól
Draumsóleyjaætt
Papaveraceae
Hæð
meðalhá, um 40 cm
Blómlitur
gulur
Blómgun
miðjan júní - byrjun júlí
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
hálfskuggi
Jarðvegur
lífefna- og næringarríkur, vel framræstur, rakur
pH
súrt - hlutlaust
Harðgerði
harðgerð
Heimkynni
V-Evrópa, Bretlandseyjar
Draumsóleyjar, Papaver, er ættkvísl um 100 tegunda í draumsóleyjaætt, Papaveraceae, sem vaxa víða í Evrasíu og nokkrar í N-Ameríku. Þetta eru sólelskar, þurrkþolnar plöntur með djúpa stólparót.
Gulsól var upphaflega flokkuð í ættkvísl draumsóleyja, Papaver, en síðar færð í nýja ættkvísl, Meconopsis. Síðar bættust fleiri tegundir frá Asíu í Meconopsis ættkvíslina, blásólirnar, sem eru nú einkennisplöntur þeirrar ættkvíslar. Nýlegar genarannsóknir hafa nú sýnt fram á að gulsólin er ekki skyld öðrum tegundum í Meconopsis ættkvíslinni, heldur eigi frekar heima í Papaver ættkvíslinni.
Fjölgun:
Sáning - sáð að vori
Fræ ekki hulið og haft við stofuhita fram að spírun.
Harðgerð og sáir sér töluvert.