top of page
Mýrastigi

Saponaria ocymoides

Sápujurt

Hjartagrasaætt

Caryophyllaceae

Hæð

jarðlæg, 5 - 10 cm

Blómlitur

bleikur

Blómgun

júní - júlí

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

vel framræstur, grýttur, rýr

pH

hlutlaust - basískt

Harðgerði

viðkvæm fyrir vetrarbleytu

Heimkynni

Mið- og S-Evrópa

Þvottajurtir, Saponaria, er ættkvísl í hjartagrasaætt, Caryophyllaceae, með heimkynni í Evrópu og Asíu. Latneska heiti ættkvíslarinnar þýðir "sápusafi", en safi tegunda ættkvíslarinnar inniheldur saponína sem freyða og verka líkt og sápa. Hefur a.m.k. sápujurt verið notuð til að búa til fljótandi sápu með því að leggja laufið í bleyti. Flestar tegundir eru með bleik eða hvít blóm. Þær vaxa við breytileg skilyrði, sumar tegundir eru fallegar steinhæðaplöntur sem þrífast best í þurrum, sólbökuðum jarðvegi en aðrar eru hávaxnari og kjósa rakan jarðveg.

Fjölgun:


Skipting að vori eða hausti.


Sáning - sáð í mars.

Fræ rétt hulið og haft við 15-20°C fram að spírun.

Steinhæðaplanta sem þarf mjög gott frárennsli og mjög sólríkan stað. Viðkvæm fyrir vetrarumhleypingum.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page