top of page
Mýrastigi

Scabiosa ochroleuca 'Moon Dance'

Fölvakarfa

Geitblaðsætt

Caprifoliaceae

Hæð

meðalhá, um 30 - 40 cm

Blómlitur

fölgulur

Blómgun

júlí - ágúst

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

vel framræstur

pH

hlutlaust-basískt

Harðgerði

óreynd

Heimkynni

garðaafbrigði, tegundin vex villt í Evrópu, Asíu og Afríku.

Ekkjublóm, Scabiosa, er ættkvísl sem tilheyrði stúfuætt, en ættkvíslir þeirrar ættar tilheyra nú geitblaðsætt (Caprifoliaceae). Ekkjublóm vaxa á frekar þurrum gresjum og fjallahlíðum, oft í kalkríkum jarðvegi. Þau gera þó engar sérstakar jarvegskröfur í görðum, en þrífast best í frjóum jarðvegi á sólríkum stað.

Fjölgun:


Skipting að vori eða hausti.


Sáning - sáð í febrúar - mars

Fræ rétt hulið og haft við stofuhita fram að spírun.

Þarf vel framræstan jarðveg.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page