top of page
Symphyandra wanneri
Roðaklukka
Bláklukkuætt
Campanulaceae
Hæð
lágvaxin, um 15 - 20 cm
Blómlitur
fjólublár
Blómgun
júní - júlí
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
sól
Jarðvegur
vel framræstur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
harðgerð
Heimkynni
fjöll á Balkanskaga
Pípuklukkur, Symphyandra, er lítil ættkvísl í bláklukkuætt, Campanulaceae, náskyld bláklukkum (Campanula). Flestar tegundir eru tvíærar og flestar eiga heimkynni á Balkanskaga og V-Asíu.
Fjölgun:
Sáning - sáð í febrúar - mars.
Fræ rétt hulið og haft við stofuhita fram að spírun.
Einblómstrandi (monocarpic) planta sem getur lifað í nokkur ár, en deyr eftir blómgun. Hún hefur náð að halda sér við með sjálfsáningu, en vilji maður vera öruggur er best að safna fræi.
bottom of page