top of page
Tanacetum coccineum
Painted Daisy
Körfublómaætt
Asteraceae
Hæð
hávaxin, um 60 - 80 cm
Blómlitur
hvítur, bleikur eða rauður
Blómgun
júlí
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
sól
Jarðvegur
vel framræstur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
harðgerð
Heimkynni
Kákasus, V- og Mið-Asía
Prestafíflar, Tanacetum, er ættkvísl í körfublómaætt, Asteraceae, með heimkynni víða um norðurhvel jarðar. Þeir hafa fjaðurskipt lauf og blómkörfurnar geta haft pípu- og tungukrónur (biskupsbrá) eða eingöngu pípukrónur (regnfang).
Fjölgun:
Skipting að vori eða hausti.
Sáning - sáð í febrúar - mars
Fræ rétt hulið og haft við stofhita fram að spírun.
Hávaxin planta sem þarf stuðning.
bottom of page