top of page
Mýrastigi

Tanacetum vulgare var. crispum

Hrokkið regnfang

sh. Leiðabuski

Körfublómaætt

Asteraceae

Hæð

meðalhátt, um 50 - 60 cm

Blómlitur

gulur

Blómgun

ágúst - september

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

vel framræstur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgert

Heimkynni

garðaafbrigði, tegundin vex villt í Evrópu og Asíu.

Prestafíflar, Tanacetum, er ættkvísl í körfublómaætt, Asteraceae, með heimkynni víða um norðurhvel jarðar. Þeir hafa fjaðurskipt lauf og blómkörfurnar geta haft pípu- og tungukrónur (biskupsbrá) eða eingöngu pípukrónur (regnfang).

Fjölgun:


Skipting að vori eða hausti.


Sáning - sáð í mars.

Fræ rétt hulið og haft við stofuhita fram að spírun.

Harðgert og auðræktað, þolir flestar jarðvegsgerðir. Laufið ilmar. Eitruð planta.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page