top of page
Mýrastigi

Tradescantia x andersoniana

Garðaskeið

Skeiðarblómaætt

Commelinaceae

Hæð

meðalhá, um 30 - 40 cm

Blómlitur

blár

Blómgun

ágúst - september

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

lífefnaríkur, vel framræstur, rakur

pH

súrt - hlutlaust

Harðgerði

virðist þrífast þokkalega

Heimkynni

garðablendingur

Skeiðarblóm, Tradescantia, er ættkvísl í skeiðarblómaætt, Commelinaceae, með útbreiðslusvæði í Ameríku frá S-Kanada til N-Argentínu. Nokkrar tegundir eru ræktaðar sem garðplöntur víða um heim, en eru líklegast of viðkvæmar fyrir íslenskar aðstæður. Aðrar eru vinsæl stofublóm.

Fjölgun:


Skipting að vori eða hausti.


Sáning - sáð í febrúar - mars.

Fræ rétt hulið og haft við a.m.k. 22°C fram að spírun.

Getur verið heldur spör á blómgun, en er þokkalega harðgerð. Hvert blóm stendur bara í einn dag.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page