Trollius riederianus
Eyjagullhnappur
Sóleyjaætt
Ranunculaceae
Hæð
lágvaxinn, um 20 - 30 cm á hæð
Blómlitur
gulur
Blómgun
apríl - júní
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
sól
Jarðvegur
lífefnaríkur, rakur, frjór, vel framræstur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
harðgerður
Heimkynni
A-Rússland, Japan
Glóhnappar, Trollius, er lítil ættkvísl um 30 tegunda í sóleyjaætt, Ranunculaceae, með heimkynni dreifð um nyrðra tempraða beltið með mestan tegundafjölda í Asíu. Þeir vaxa almennt í blautri leirmold í heimkynnum sínum en gera engar sérstakar jarðvegskröfur í görðum.
Fjölgun:
Skipting að vori eða hausti.
Sáning - sáð í september - nóvember.
Fræ rétt hulið og haft við stofuhita í 2 vikur og síðan sett út fram að spírun. Fræið þarf að frjósa, svo ekki er nóg að geyma það í kæli.
Lágvaxin planta sem þarf jafnrakan jarðveg í sól. Blómin spring út þegar blómstöngarnir eru rétt komnir upp, svo hann er mjög lágvaxinn til að byrja með, en blómstönglarnir hækka svo og geta orðið 30-40 cm.