Veronica prostrata
Dvergdepla
Græðisúruætt
Plantaginaceae
Height
lágvaxin, um 10 cm
Flower color
bláfjólublár
Flowering
maí - júní
Leaf color
grænn
Lighting conditions
sól
Soil
vel framræstur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Toughness
harðgerð
Homecoming
Evrópa
Bládeplur, Veronica, er stærsta ættkvísl græðisúruættar, Plantaginaceae, með um 500 tegundir. Ættkvíslin tilheyrði áður grímublómaætt en mikil endurskoðun hefur átt sér stað á þeirri ætt og margar ættkvíslir sem tilheyrðu ættinni nú flokkaðar í græðisúruætt. Bládepluættkvíslin er einnig í endurskoðun og mögulegt að allmargar ættkvíslir verði sameinaðar henni, t.d. ættkvíslin Hebe sem er nær eingöngu bundin við Nýja-Sjáland. Flestar tegundir bládepla skv. eldri flokkun eiga heimkynni um nyrðra tempraðað beltið. Þær þrífast best í sól, en gera ekki sérstakar jarðvegskröfur, þó lágvaxnar tegundir þrífist best í sendnum, þurrum jarðvegi.
Fjölgun:
Skipting að vori eða hausti.
Sáning - sáð í febrúar - mars.
Fræ ekki hulið (þarf birtu til að spíra) og haft við 15 - 20°C fram að spírun.
Harðgerð steinhæðaplanta.