Viola cornuta
Hornfjóla
sh. Fjallafjóla
Fjóluætt
Violaceae
Hæð
lágvaxin, ca. 30 cm
Blómlitur
fjólublár
Blómgun
júní - september
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
sól - hálfskuggi
Jarðvegur
vel framræstur, lífefnaríkur, rakur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
harðgerð
Heimkynni
Pýreneafjöll
Fjólur, Viola, er stærsta ættkvísl fjóluættar, Violaceae, með mesta útbreiðslu um nyrðra tempraða beltið. Þó vaxa nokkrar tegundir á suðurhveli, t.d. í Andesfjöllum og Ástralíu. Flestar eru lágvaxnar jurtir en örfáar tegundir eru runnkenndar og nokkrar tegundir í Andesfjöllum eru þykkblöðungar. Best þekktar og mest ræktaðar eru stjúpur og fjólur ræktaðar sem sumarblóm, en nokkrar fjölærar tegundir eru ræktaðar í görðum. Fimm tegundir vaxa villtar á Íslandi, birkifjóla, mýrfjóla, skógfjóla, týsfjóla og þrenningarfjóla.
Fjölgun:
Skipting að vori eða hausti.
Sáning - sáð í febrúar - mars.
Fræ rétt hulið og haft við 15 - 18°C fram að spírun.
Harðgerð og auðræktuð.