Gyðjuhár
Ég rakst á þennan burkna í vor og ákvað að prófa, því ég er svo hrifin af venusarhári og gyðjuhárið líkist því mjög. Það virðist einhvernveginn ekki bera það með sér að þola mikinn kulda og trekk, og það vill vissulega vera í skjóli, en á þó að þola hörkufrost. Það kemur í ljós í vor. Það þarf vel framræstan, lífefnaríknan, rakan jarðveg í hálfskugga eða skugga. Og það sakar örugglega ekki að hylja það vel með laufi eða moltu fyrir veturinn.
Fallegt. Hver er að selja svona ?