Svartburkni
Svartburkni er sjaldgæf innlend tegund sem vex á fáum stöðum á SA-landi, en er þó mjög útbreiddur víða um heim þar sem hann vex helst í klettasprungum. Ég keypti plöntu af honum í vor og vona að hann eigi eftir að lifa hjá mér. Hann óx ágætlega í sumar og virðist ágætlega sáttur. Hann vex best í hálfskugga eða skugga í lífefnaríkum, vel framræstu, frekar rökum jarðvegi og þarf þokkalega gott skjól.