Föllaufungur er stórvaxinn burkni með fíngerðu laufi. Þetta er innlend tegund sem vex helst í klettasprungum eða bröttum hlíðum. Hann er algengastur á SV-landi og Vestfjörðum en sjaldséður í öðrum landshlutum.
Þetta er úrvals garðplanta. Hann er harðgerður og gerir ekki miklar jarðvegskröfur. Eins og öðrum burknum líður honum þó best á skjólgóðum stað.