Þessi fallegi burkni hefur, eftir því sem ég kemst næst, ekki fengið íslenskt heiti. 'Pictum' hefur tvílitt lauf, hvítt og fjólublátt, sem gefur skemmtilega fyllingu í skuggsæl beð í garðinum. Hann þarf næringarríka og myldna gróðurmold og gott skjól. Mér hefur ekki enn tekist að ná honum gróskumiklum, en hann var kominn vel af stað í gamla garðinum. Ég er að vona að hann nái sér á strik þegar hann fær almennilegan stað í nýja garðinum, en þessa stundina rétt tórir hann eins og margir aðrir af mínum uppáhalds burknum. Hann fer mjög seint af stað á vorin, svo mikilvægt er að afskrifa hann ekki, þó það bóli ekkert á honum framan af vori og jafnvel fram í júní.
top of page
bottom of page