Dílaburkni
Dílaburkni er frekar stórvaxin, íslensk tegund eins og fjöllaufungur og stóriburkni. Hann er frekar sjaldgæfur, algengastur á Vestfjörðum, Snæfellsnesi og Reykjanesi. Laufið er fínskiptara en á stóraburkna, en ekki eins fínskipt og á fjöllaufungi. Ég hef átt þessa plöntu í mörg ár og hann hefur þrifist afar vel, semsagt harðgerður og auðræktaður. Kjöraðstæður eru frjór, vel framræstur, lífefnaríkur, rakur jarðvegur á skuggsælum og skjólsælum stað.