Sverðuxatunga
Sverðuxatunga er sígræn burknategund sem vex villt í vestanverðri N-Ameríku. Hann vex best í skugga eða hálfskugga, í frjóum, lífefnaríkum jarðvegi í góðu skjóli. Ég ræktaði mínar plöntur af gróum og plantaði einni út í beð í vor. Hún hefur vaxið vel og vonandi mun hún koma vel undan vetri.