![](https://static.wixstatic.com/media/a27d24_8fb3cd84c5614fd199278a98bbd2e3c3~mv2_d_1661_1328_s_2.jpg/v1/fill/w_704,h_563,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_auto/a27d24_8fb3cd84c5614fd199278a98bbd2e3c3~mv2_d_1661_1328_s_2.jpg)
'Cassis' er nokkuð hávaxið garðaafbrigði af vallhumli með dökk rósrauðum blómum. Mínar plöntur eru fengnar af fræi frá Thompson & Morgan. Það er smá litbrigðamunur á milli plantna, en ekki mikill. Mögulega vaxa þær í of næringarríkum og þéttum jarðvegi hjá mér og ekki nægri sól því þær verða mjög hávaxnar og leggjast út af án stuðnings.