Venusvagn er ein af elstu garðplöntunum sem ræktaðar eru í görðum á Íslandi. Hann var oft gróðursettur í raðir, líkt og limgerði, því stönglarnir eru mjög sterkir og þurfa ekki stuðning. Blómin eru dökkbláfjólublá. Hann er mjög harðgerður og mjög eitraður, sérstaklega ræturnar, svo umgangast þarf hann með varúð og ekki skipta rótunum án þess að vera með hanska.
Þessa plöntu hef ég ekki átt sjálf, svo gaman væri að fá fleiri myndir af honum.