Fagurhjálmur 'Bicolor' er gömul sort og algeng í görðum. Hann hefur verið í fjölskyldunni í áratugi, mitt eintak er afleggjari frá foreldrum mínum, sem fengu afleggjara frá afa þegar þau eignuðust garð. Þetta er harðgerð planta sem þarf enga sérmeðferð, hann vex í allri venjulegri garðmold í sól eða skugga og þarf engan stuðning. Úrvalsplanta, en best að halda því til haga að eins og aðrar plöntur þessarar ættkvíslar er hann mjög eitraður.
top of page
bottom of page
Ég á ungplöntu af fagurhjálmi í potti. Hann hefur ekki blómstrað ennþá, en fær pláss í móanum mínum í vor. Hlakka mikið til þegar hann verður stór og tignarlegur.