Fjallasveipur er stór og tilkomumikill og þarf gott rými til að njóta sín. Hann getur náð allt að 150 cm hæð og verður mikill um sig, laufblöðin geta náð 50 cm þvermáli. Sé hann ræktaður upp af fræi tekur það hann nokkur ár að ná fullri stærð, þó hann byrji að blómstra fyrr. Ég hef ekki orðið svo fræg að eignast þessa tegund og er myndin sem hér fylgir frá Guðrúnu og birt með góðfúslegu leyfi hennar.
top of page
bottom of page