Ég ræktaði alpasveip af fræi einhverntíma eftir 2003 og lifði hann hjá mér í nokkur ár, en einhverra hluta vegna á ég enga mynd af honum. Það er hörð samkeppni um sólarplássin í garðinum og hann var í of miklum skugga hjá mér svo hann hvarf á endanum. Myndin sem hér fylgir er frá Möggu af plöntu sem vex í móanum hjá henni.
Eru fleiri sem luma á myndum? Þið megið gjarnan deila þeim hér.