Maríuvöttur vex villtur víða á Austurlandi, en er sjaldséður í öðrum landshlutum. Hann líkist millistigi á milli ljónslappa og maríustakks, laufið hefur ekki eins djúpar skerðingar og lauf ljónslappa og hefur minni gljáa. Það er stórgerðara en á ljónslappa, en þó ekki eins stórt og á maríustakki. Eins og ljónslappinn er hann falleg garðplanta sem fer vel með öðrum fjallaplöntum í steinhæðum eða fremst í beðum.
top of page
bottom of page