Garðamaríustakkur er mun stórgerðari en maríustakkur, en líkist honum mjög að öðru leiti. Eins og aðrar tegundir þessarar ættkvíslar eru blómin ljósgræn og fara vel sem uppfylling með öðrum blómlitum. Hann er mjög harðgerður, gerir engar sérstakar jarðvegskröfur og þolir nokkurn skugga. Hann á það þó til að vera fullduglegur að sá sér.
top of page
bottom of page