Ég rakst á þennan hvolflauk í Storð í sumar og stóðst ekki þessi purpurableiku blóm. Það er ekki komin nein reynsla á hann hjá mér, nema hann óx ágætlega það sem eftir var sumars. Ég gróðursetti hann hjá læknum, sem gæti verið of skuggsæll staður fyrir hann. Það kemur í ljóst næsta vor. Samkvæmt Lystigarði Akureyrar er hann harðgerður, en vex best á sólríkum stað í vel framræstum, frekar sendnum jarðvegi.
top of page
bottom of page
já, það er spurning - ég blandaði vikri í moldina til að bæta frárennslið. En ég hugsa í hvert skipti sem ég labba framhjá honum hvort ég eigi að taka hann upp og geyma á betri stað ....
Gæti líka verið full mikill raki á honum, en mjög skemmtileg planta