Morgunlaukur er algört djásn og í miklu uppáhaldi hjá mér. Hann er lágvaxinn og fínlegur, með nokkuð stór, purpurableik blóm í hangandi klösum. Það var ást við fyrstu sín þegar ég sá hann fyrst og hann fór snarlega á óskalistann yfir plöntur sem ég bara VARÐ að eignast. Það varð þó smá bið á því, því ég fann hann hvergi til sölu, svo ég þurfti að rækta hann upp af fræi. Hann hefur fengið öndvegissæti í garðinum alveg frá upphafi. Hann er ekki bara forkunnarfagur, heldur líka harðgerður og laus við allt tildur.
top of page
bottom of page