Túrkistanlaukur minnir svolítið á dúnlauk, en er töluvert lágvaxnari og með mjög breið, áberandi laufblöð. Blómin eru stjörnulaga í stórum kúlulaga sveip. Hann hefur lifað hjá mér í allmörg ár, en blómstraði bara vel fyrsta sumarið eftir að ég setti niður laukana. Ég gæti trúað að það hafi skort sólaryl til að safna forða fyrir blómgun næsta árs. Það er þessi eilífa samkeppni um sólargeislana.
top of page
bottom of page