Fjallaberglykill blómstrar snemma, jafnvel í apríl og er með fyrstu blómunum sem birtast í steinhæðinni. Hann kann best við sig í steinhleðslum þar sem vatn rennur vel frá, því hann, eins og flestar aðrar háfjallaplöntur, kann ekki að meta að standa í bleytu á veturna. Hafi hann nægilegt frárennsli er hann vel harðgerður. Hann á það til að sá sér líttilega, en það er í mínum huga bara jákvætt. Þetta er algjör perla.
top of page
bottom of page