Ég sáði sveipsnotrufræi einhverntíma áður en ég flutti 2013, svo hún er búin að vera töluverðan tíma í uppeldi og eiginlega kraftaverk að hún hafi ekki drepist í flutningnum. Hún blómstraði í fyrsta sinn í sumar. Eins og oft vill vera með fyrstu blómgun kom bara einn blómstöngull, en blómin eru hreinhvít og virkilega falleg. Ég hugsa að hún sé ekki búin að ná fullri stærð enn, svo hún á eftir að láta ljós sitt skína til fulls.
top of page
bottom of page
Hún kom með þrjá blómstöngla sumarið 2018 og er orðin meiri um sig. Hún þrífst greinilega vel, þó hún sé á frekar skuggsælum stað og í frekar þéttum jarðvegi.