Skógarsnotra 'Flore Pleno' er afbrigði með hvítum, fylltum blómum. Skógarsóley vex í laufskógum og blomstrar á vorin áður en trén laufgast. Hún þolir því skugga part úr degi, en til að blómstra vel þarf hún einhverja sól.
Ég fékk lítinn anga af þessari plöntu í plöntuskiptum fyrir all mörgum árum síðan og hefur hún veri afar lengi að ná sér á strik. Það var eiginlega fyrst í sumar sem hún sýndi sitt rétta andlit. Þvílíkt djásn sem hún er.