Roðagullkollur
Roðagullkollur er rauðblómstrandi afbrigði af gullkolli. Hann verður ekki langlífur, yfirleitt lifir hann bara 1-2 ár. Hann þarf mjög sólríkan stað í vel framræstum jarðvegi. Ég hef ræktað hann tvisvar og hann hefur drepist eftir blómgun í bæði skiptin. Hann hefur ekki sáð sér sjálfur, svo það þarf eiginlega að hafa fyrir því að rækta hann eins og sumarblóm. Sem er samt alveg þess virði.