Kalkvatnsberi er lítið krútt, varla meira en 15 cm á hæð, með mjög fíngerðu laufi og yndisfögrum bláum blómum. Þrátt fyrir nafnið þarf hann ekki kalkríkan jarðveg til að þrífast vel.
Kalkvatnsberinn blómstraði vel í sumar (2018), þrátt fyrir rigninguna og kuldann, en blómgunin var seinni en í venjulegu árferði. Í stað þess að byrja blómgun í lok júní, byrjaði hann að blómstra um miðjan júlí.
Hann bætir jafnt og þétt við sig eftir að ég gróðursetti hann í steinhleðsluna neðst í brekkunni, svo hann hlýtur að vera sáttur.
Kalkvatnsberinn blómstraði vel í sumar (2018), þrátt fyrir rigninguna og kuldann, en blómgunin var seinni en í venjulegu árferði. Í stað þess að byrja blómgun í lok júní, byrjaði hann að blómstra um miðjan júlí.
Hann bætir jafnt og þétt við sig eftir að ég gróðursetti hann í steinhleðsluna neðst í brekkunni, svo hann hlýtur að vera sáttur.