Skógarvatnsberi er harðgerður og nokkuð skuggþolinn vatnsberi sem er öðrum vatnsberum fremri í sjálfsáningum. Hann er líka mjög lauslátur og blandast auðveldlega öðrum tegundum. Dugnaður hanns kann að vera vanmetinn af garðeigendum og því er ráðlegt að klippa blómstönglana áður en fræ myndast vilji maður halda aftur af sköpunargleði hans.
Stóðlífi hans hefur þó gefið af sér allnokkrar fallegar plöntur, svo það getur alveg verið þess virði að leyfa honum smá.