Ég fékk litla fræplöntu af vorskriðnablómi frá Möggu 2015. Því miður lifði það ekki veturinn hjá mér, en það blómstraði sínum fallegu, skærbleiku blómum. Ég gróðursetti það í brekkunni, rétt fyrir ofan steinaröðina og moldin hefur sennilega verið of þétt þar. Í ljósi þess að það vex villt í kringum San Francisco í Kaliforníu er líklegt að það kunni illa við vetrarbleytu. Það þarf líklegast vetrarskýli eða mögulega væri reynandi að planta því í steinhleðslu þar sem það er hér um bil lóðrétt svo vatn fellur vel frá því.
https://www.gardaflora.is/arabis-blepharophylla
Frábært að þú skildir eiga varaplöntu. Þessi vetur var afskalega óhagstæður plöntum sem kunna illa við bleytu.
Lifði það hjá þér?