Gemsuskegg er eins og dvergvaxin útgáfa af geitaskeggi. Það verður varla meira en 30 cm á hæð, með fínskiptu laufi og rjómahvítum blómum í heldur gisnari skúfum en á geitaskegginu. Það blómstrar í júlí. Það verður fallegast ef það er á sæmilega sólríkum stað, en þolir vel skugga part úr degi. Það gerir engar sérstakar jarðvegskröfur og er mjög harðgert.
top of page
bottom of page