Himalajastjarna

Himalajastjarna er lágvaxin fjölær planta með ljósfjólubláum körfublómum með gulri miðju. Hún virðist þrífast ágætlega og blómstraði ágætlega sumarið 2021 þrátt fyrir kulda og bleytu. Hún þrífst best í sól eða hálfskugga í frekar vel framræstum jarðvegi.