Þessi planta hefur valdið mér miklum heilabrotum, en eftir mikla leit held ég að ég hafi fundið rétta nafnið á hana, glæsistjarna. Blómin eru töluvert minni en á kvöldstjörnu og fjallastjörnu en eru mörg saman í löngum klasa. Hún þarf stuðning því annars leggst hún niður. Þetta er ljómandi falleg planta sem blómstrar í ágúst, en hún er full dugleg að breiða úr sér, svo það þarf að skera utan af henni á hverju vori svo hún leggi ekki garðinn undir sig. Mjög harðgerð.
top of page
bottom of page