'Rubra' er yrki af sveipstjörnu með bikarblöðum sem eru dökk rauðbleik á neðraborði en ljósari á því efra. Knúpparnir eru því dökkir en blómin ljósari þegar þau springa út. Til að rauði liturinn verði sem sterkastur þarf hún sól part úr degi. Annars gerir hún engar kröfur og er jafn harðgerð og tegundin.
top of page
bottom of page