Sveipstjarna er falleg og harðgerð garðplanta sem þrífst vel í allri venjulegri garðmold í sól eða skugga part úr degi. Hún er raunar nokkuð skuggþolin, en eins og með margar slíkar plöntur, verða blómin fallegri fái þau einhverja sól. Blómin eru smá í hvelfdum sveip og minna helst á fræfla, en bikarblöðin, sem eru aðal skrautið, líkjast krónublöðum. Þau eru hvít með bleikri og grænni slikju.
top of page
bottom of page