Vaxklukka er falleg, meðalhá bláklukkutegund með rjómahvítum blómum. Hún er harðgerð og gerir engar sérstakar jarðvegskröfur. Hún verður fallegust á sólríkum stað, þó hún þoli nokkurn skugga, en ef skugginn er of mikill kemur það niður á blómguninni.
Ég hef átt þessa pöntu í mörg ár. Ég ræktaði hana af fræi og var með þrjár plöntur á mismunandi stöðum í garðinum. Þessi á myndinni var í rósabeðinu þar sem sólin skein mest allan daginn og hún blómstraði mun betur en sú sem var í meiri skugga.