Sunnuklukka er yndisfögur steinhæðaplanta sem þarf mjög gott frárennsli og næga sól til að þrífast vel. Hún fer vel í steinhleðslum þar sem vatn rennur vel frá henni. Hún hefur lifað hjá mér í all mörg ár og þrífst ágætlega bæði í vel malarblönduðum jarðvegi í upphækkuðu beði og í steinhleðslu þar sem hún var sérstaklega falleg.
top of page
bottom of page