Birkiklukka er falleg steinhæðaplanta með hangandi vöxt sem nýtur sín best í steinhleðslu. Hún hefur þrifist þokkalega, en kann sérlega vel við sig á núverandi stað í steinabrekkunni minni. Þar vex hún í sandblöndu sem er ca. 20-30% mold og fær sól part úr degi.
Ég þarf að grisja smáklukkuna sem vex fyrir neðan hana svo hún njóti sín betur, þær voru svolítið í kös í sumar.