Smáklukka er yndisfögur, smágerð bláklukkutegund sem fer vel bæði fremst í beði og í steinhæðum. Þess ber þó að geta að hún skríður, sem getur verið óheppilegt í hleðslum þar sem hún gæti vaðið yfir aðrar nettari plöntur. Hér tala ég af reynslu. Ég veit ekki enn hvernig gengur að halda henni í skefjum, ég reitti slatta í fyrra. Hún þolir líka skugga part úr degi, ég er svona að prófa mig áfram með hversu mikinn skugga, svo ég er búin að gróðursetja hana á ýmsum stöðum sem fá mismikla sól. Mögulega má nota hana sem þekjuplöntu þar sem skugginn er ekki of mikill, hún myndar þétta laufblaðabreiðu sem verður þakin þessum yndisfögru bláu klukkum á meðan á blómgun stendur. Blómgunartíminn stendur frá miðjum júní fram í ágúst.
top of page
bottom of page
Skal hafa þig í huga Magga :)