
Hólaklukka er lágvaxin-meðalhá bláklukkutegund með fjólubláum klukkum. Hún skríður eilítið en dreifir frekar hægt úr sér. Hún er ágætlega harðgerð, en þarf frekar sólríkan stað. Mín var kaffærð í geymslubeðinu undir skriðsóley og öðrum stórgerðari bláklukkutegundum.