'Pink Dwarf' er vissulega bleik en alls enginn dvergur. Þetta er yndisfagurt yrki af mjólkurklukku sem blómstrar sínum fögru bleiku klukkum í massavís. Hún er því virkilega tilkomumikil í blóma og í miklu uppáhaldi hjá mér. Hún er hávaxin og þarf stuðning og frekar sólríkan stað til að fegurð hennar fái notið sín til fulls.
Ég sáði til hennar af fræi frá Thompson & Morgan. Hún hefur reynst harðgerð hjá mér og lifði þá þrekraun af að flytja í nýjan garð og kúldrast í kös í geymslubeði í fjögur ár.
Takk, það væri gaman Rannveig, en ekkert liggur á. Hún þarf að ná sér vel á strik hjá þér áður.