
'Alba' er yndisfagurt yrki af risaklukku með snjóhvítum blómum. Knúpparnir eru með fjólublárri slikju og blómbotninn er svo dökkfjólublár að hann er nánast svartur. Hún er nokkuð lægri en þessi fjólubláa og hefur staðið nokkuð keik hjá mér án stuðnings. Þessi er algjör perla.
Já, ég er ekki frá því að þau séu opnari. Klukkurnar eru styttri.
Sú er falleg 💗. Eru blómin opnari en á þeirri fjólubláu?