Sumarklukka er tvíær og blómstrar á öðru ári. Hún er stundum til sölu hjá gróðrarstöðvum og er þá á öðru ári og er því í raun eins og sumarblóm.
Þetta er glæsileg planta með stórum pýramídalöguðum blómklasa. Blómin geta verið hvít, bleik eða fjólublá.
Ég freistaðist til að kaupa plöntu einu sinni, en ég hef ekki nennt að rækta mikið tvíærar plöntur nema þær geti séð um að viðhalda sér sjálfar, eins og t.d. fingurbjargarblómin.
Já, ég held að það þurfi að forrækta hana inni - hún sáði sér ekkert sjálf. Hún var svona 50-60 cm á hæð.
Sumarklukkan er glæsileg! Þarf maður að sá fyrir henni inni?
Hvað er hún há?