
Urðaklukka er lágvaxin og fínleg bláklukkutegund með nokkuð opnum, stjörnulaga blómum. Hún þarf mikla sól og sand/malarblandaðan jarðveg. Hún er viðkvæm og þarf vetrarskýli til að lifa veturinn. Það væri kannski reynandi að rækta hana í steinhleðslu þar sem vatn rennur vel frá.