Alpaklukka er jarðlæg steinhæðaplanta sem myndar breiðu af smágerðu laufi. Blómin eru dökkfjólubláar, lútandi klukkur á stuttum blómstönglum. Hún breiðir mun hægar úr sér en smáklukkan, en hún skríður þó hægt sé.
Hún þrífst best í jarðvegi blönduðum grófum sandi eða vikri á sólríkum stað.