Kóreuklukka hefur nokkuð háa blómstöngla með hvítum, löngum klukkulaga blómum sem eru alsett rauðum dröfnum á innra borði. Laublöðin vaxa í hvirfingu við jörð, svo það er mikilvægt að passa að þau sjái til sólar.
Ég hef átt þessa plöntu í fjölmörg ár og hún hefur reynst harðgerð. Hún blómstrar seint, í ágúst-september, en hefur þó blómstrað árvisst.